Minnislisti 6-12 mánuðum fyrir brúðkaup
• Ákveðið dagsetningu og tíma fyrir brúðkaupið
• Pantið kirkju eða athafnarhús
• Gerið fjárhagsáætlun
• Gerið gestalista (fyrsta uppkast)
• Pantið sal fyrir veisluna
• Pantið veitingar
• Pantið ljósmyndara/videóupptökumann
• Pantið akstur til og frá kirkju/athafnarhúsi
• Pantið tíma í hárgreiðslu (fáið prufugreiðslu)
• Pantið tíma hjá snyrtifræðingi (fáið prufu)
• Byrjið að líta eftir brúðkaupsfatnaði – jakkaföt, brúðarkjól, skóm og fylgihlutum
• Bókið gistingu fyrir brúðkaupsnóttina
• Bókið tónlist í veisluna
• Bókið brúðkaupsferðina
Minnislisti 3-6 mánuðum fyrir brúðkaup
• Gangið frá kaupum á brúðakjól, skóm og fylgihlutum
• Kaupið föt á brúðgumann
• Kaupið föt á brúðarmeyjar og sveina ef þess er þörf
• Kaupið giftingahringana
• Skrifið gjafalista
• Skrifið gestalista
• Látið útbúa boðskortin, borðkortin, matseðilinn, prógramm kvöldsins og jafnvel þakkarkort
• Sendið boðskortin (seinast 3 mánuðum fyrir brúðkaup)
• Veljið svaramann við kirkjubrúðkaup
• Veljið brúðarmeyjar og/eða sveina
• Veljið veislustjóra
• Veljið matseðilinn og pantið hann
• Pantið brúðartertuna (munið að fá smakk í bakaríinu áður en þið veljið kökuna)
• Veljið litaþema brúðkaupsins (litinn á t.d. blóma, skraut og boðskortin
• Pantið og ráðfærið ykkur við blómaskreytingamann um hve mikið af blómum þarf fyrir og í brúðkaupið (brúðkaupsvöndur, blóm fyrir brúðguma/svaramann og brúðasveina, borðskraut og blóm í kirkjuna)
• Hafið samband við lögfræðing ef gera þarf skilmála
• Pantið gistingu fyrir gesti sem þurfa á því að halda (erlendir gestir og gestir utan af land ef þess er þörf)
• Bókið akstur fyrir gesti ef þess er þörf
Minnislisti 2-3 mánuðum fyrir brúðkaupið
• Ákveðið hvaða tónlistina í kirkjunni og hver á að syngja
• Undirbúið ræðu til þinnar/þíns tilvonandi
• Ef fara á í brúðkaupsferð til fjarlægra landa athugið þá með bólusetningar og vegabréfsáritanir
• Æfið brúðarvalsinn
• Bókið gistingu fyrir þá gesti sem koma erlendis
Minnislisti 1 mánuð fyrir brúðkaupið
• Farið í gegnum ferlið í kirkjunni með prestinum (sálmar, skreytingar í kirkjunni, reglur fyrir myndatöku, reglur um að kasta hrísgrjónum í brúðhjónin o.s.frv.)
• Brúðarkjóllinn á að vera tilbúinn
• Farið yfir föt brúðgumans
• Farið yfir föt brúðarmeyja og -sveina
• Verið viss um að giftingahringir passi
• Ganga til brúðarskóna svo að þú fáir ekki hælsæri á brúðkaupsdaginn
• Ræddu við ljósmyndarann/vídeóupptökumann um smáatriðin
• Ræddu smáatriðin við hárgreiðslukonuna
• Ræddu smáatriðin við snyrtifræðinginn og fáðu prufu make-up
• Ræddu smáatriðin við þann sem þið leigið salinn af (reglur o.fl)
• Athugaðu hvaða leið á að fara til og frá kirkju
• Ræddu plan kvöldsins við veislustjórann
• Gerið borðplan
• Látið þann sem leigir salinn út vita hvað von er á mörgum gestum
• Kaupið morgungjafir
• Kaupið gjafir fyrir þá sem hafa hjálpað ykkur í að undirbúa brúðkaupið
• Kaupið einnota myndavélar á borðin
• Ráðið barnapíu til að passa börnin í brúðkaupinu
• Kaupið gjaldeyri fyrir brúðkaupsferðina (ef lagt er strax af stað í ferðina eftir veisluna)
Minnislisti 1-2 vikum fyrir brúðkaupið
• Þið eruð sérfræðingar í brúðarvals
• Pússið trúlofunarhringana ef það á að nota þá sem giftingarhringa
• Mátið fötin ef einhverju þyrfti að breyta
• Ráðfærir ykkur við snyrtifræðing um húð, hár og neglur.
• Farið yfir að allt skipulag er á góðu róli
• Farið yfir hvað þið ætlið að hafa með í brúðkaupsferðina
Minnislisti dagurinn fyrir brúðkaupið
• Pakkið niður í tösku fötum og því sem taka á með á hótelið/gististaðinn á brúðkaupsnóttina. Verið viss um akstur eftir veisluna á gististaðinn
• Brúðurinn pakkar snyrtivörum í veski og aðra praktíska hluti(svo sem plástur, panódíl, nál og þráð) sem er mikilvægt að hafa á brúðkaupsdaginn
• Farið snemma í háttinn svo að þið verðið úthvíld á stóra deginum
• Slappið af og reynið að hugsa um aðra hluti (farið í bíó, út að borða, til vina ykkar)
Minnislisti fyrir sjálfan brúðkaupsdaginn
• TAKTU ÞAÐ RÓLEGA – ÞÚ ÞARFT EKKERT AÐ ÓTTAST!
• Brúðarvöndur og blóm í jakkaföt þarf að sækja í blómabúðina
• Verið viss um að borðkortin eru á réttum stað í salnum
• Kynnið veislustjórann, eða hann kynnir sig sjálfur áður en þið mætið í veisluna
• Fáið fjölskyldumeðlim til að sjá um að keyra gjafir heim eftir brúðkaupið
• Munið nál og tvinna, plástur, brúðavals, naglaþjöl o.s.frv.
• Munið að taka peninga með
• OG SVO ER BARA AÐ NJÓTA DAGSINS!
Minnislisti eftir brúðkaupið
• Skilið öllu því sem þið fenguð lánað/leigt
• Látið brúðarkjólinn í hreinsun
• Þurrkið brúðarvöndinn
• Fáið náin vin eða ættingja til að passa hundinn, vökva blómin, taka póstinn o.s.frv. meðan þið eruð í brúðkaupsferðinni
• Sendið þakkarkort til allra gestanna og þeim sem sendu ykkur skeyti og blóm