Eitt af því sem kemur ekki vel út á mynd og vídeó er þegar fólk notar tyggjó. Því ráðlegg ég brúðhjónum að láta tyggjó alveg eiga sig í athöfninni og við myndatökur. Eins er betra að sleppa því þegar fyrsti dansinn er stiginn. Einu sinni við tökur á fyrsta dansi brúðhjóna þá tuggði brúðgumi mjög ákaft sem gerði það að verkum að ekki var hægt að nota annars frábær skot í hæghreyfingu. Svo enn og aftur, tyggjó fer á bannlistann.
|
HöfundurÁsvaldur Kristjánsson, skrifar nokkra puntka um brúðkaup SafnRáðleggingar |